Logo

Tjónamatsmaður ökutækjatjóna

Umsóknarfrestur 07.08.2025
Fullt starf

Við leitum að aðila í starf tjónamatsmanns ökutækjatjóna. Í boði er krefjandi starf í samstilltum hópi fólks sem leggur metnað í að veita  framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • samskipti við viðskiptavini og verkstæði
  • yfirferð tjónamata frá verkstæðum
  • kaup og sala ökutækja eftir tjón
  • þátttaka í mótun verklags og þjónustu til viðskiptavina

Menntunar- og hæfniskröfur

  • menntun á sviði bílgreina, t.d. bifreiðasmíði, bílamálun eða bifvélavirkjun
  • reynsla af tjónaviðgerðum
  • rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
  • sjálfstæð vinnubrögð og gott vald á skriflegum samskiptum bæði á íslensku og ensku
  • góð tölvukunnátta
  • reynsla af Cabas tjónamatskerfinu og þekking á viðskiptum með notuð ökutæki er kostur

Nánari upplýsingar veitir Hjalti Þór Guðmundsson forstöðumaður Ökutækjatjóna, hjalti.gudmundsson@sjova.is

Tengiliður

hjalti.gudmundsson@sjova.is