Störf í boði
Sjóvá leggur mikla áherslu á að skapa eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar að sér hæft starfsfólk og skapar starfsmönnum tækifæri til að eflast og þróast í starfi. Fyrirtækjamenning okkar einkennist af mikilli þjónustulund, fagmennsku og samheldni, í bland við keppnisskap og vináttu. Við leggjum áherslu á góð samskipti við viðskiptavini og hvert annað, störfum eftir skýru verklagi og tryggjum með því að ráðgjöf og þjónusta okkar sé bæði örugg og áreiðanleg.