Sérfræðingur í bótaskyldu ökutækjatjóna
Umsóknarfrestur 07.08.2025
Fullt starf
Við leitum að aðila í starf sérfræðings í bótaskyldu ökutækjatjóna. Í boði er krefjandi starf í samstilltum hópi fólks sem leggur metnað í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina vegna ökutækjatjóna
- yfirferð á tjónaskýrslum og tjónsatvikum með hliðsjón af gögnum
- gagnaöflun vegna tjóna
- ákvörðun bótaskyldu í tjónum og að fylgja eftir niðurstöðum mála
Menntunar- og hæfniskröfur
- háskólamenntun sem nýtist í starfi
- rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- jákvætt hugarfar, góð aðlögunarhæfni og geta til að vinna sjálfstætt
- gott vald á íslensku og ensku og góð tölvufærni
- reynsla af tjónaafgreiðslu er kostur en ekki skilyrði
Nánari upplýsingar veitir Hjalti Þór Guðmundsson forstöðumaður Ökutækjatjóna, hjalti.gudmundsson@sjova.is
Tengiliður
hjalti.gudmundsson@sjova.is